Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Tæplega 900 reykingamenn tóku þátt í rannsókninni. Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra. Þetta er niðurstaða umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið á virkni rafretta sem aðferðar til að hætta að reykja. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine en hún var framkvæmd af rannsóknarteymi við Queen Mary-háskólann í Lundúnum. Tæplega 900 reykingamenn tóku þátt í rannsókninni. Helmingur þátttakenda fékk rafrettur og vökva, en hinn hópurinn fékk tyggjó og önnur hefðbundin hjálpartæki. Vísindamennirnir fylgdust með árangri reykingafólksins í heilt ár. Átján prósent þeirra sem notuðu rafrettu voru reyklaus að ári liðnu, á meðan 9,9 prósent voru reyklaus meðal þeirra sem notuðu önnur hjálpartæki. Í niðurstöðunum kemur jafnframt fram að reykingar hjá rafrettunotendum sem reyktu enn að ári liðnu voru 50 prósent minni en við upphaf rannsóknarinnar. Peter Hajek, prófessor við Queen Mary og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti sem sýnt hefði verið fram á jákvæð áhrif hefðbundinna rafretta hjá þeim sem vilja hætta að reykja. „Þó svo að stór hópur reykingafólks segist hafa hætt að reykja með hjálp rafretta, þá hefur heilbrigðisstarfsfólk verið tvístígandi með að mæla með rafrettum fyrir þennan hóp þar sem skortur hefur verið á skýrum vísbendingum sem fengnar eru úr slembirannsóknum með samanburði,“ sagði Hajek. „Núna eru líkur á að þetta muni breytast.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Rafrettur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra. Þetta er niðurstaða umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið á virkni rafretta sem aðferðar til að hætta að reykja. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine en hún var framkvæmd af rannsóknarteymi við Queen Mary-háskólann í Lundúnum. Tæplega 900 reykingamenn tóku þátt í rannsókninni. Helmingur þátttakenda fékk rafrettur og vökva, en hinn hópurinn fékk tyggjó og önnur hefðbundin hjálpartæki. Vísindamennirnir fylgdust með árangri reykingafólksins í heilt ár. Átján prósent þeirra sem notuðu rafrettu voru reyklaus að ári liðnu, á meðan 9,9 prósent voru reyklaus meðal þeirra sem notuðu önnur hjálpartæki. Í niðurstöðunum kemur jafnframt fram að reykingar hjá rafrettunotendum sem reyktu enn að ári liðnu voru 50 prósent minni en við upphaf rannsóknarinnar. Peter Hajek, prófessor við Queen Mary og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu í gærkvöld að þetta væri í fyrsta skipti sem sýnt hefði verið fram á jákvæð áhrif hefðbundinna rafretta hjá þeim sem vilja hætta að reykja. „Þó svo að stór hópur reykingafólks segist hafa hætt að reykja með hjálp rafretta, þá hefur heilbrigðisstarfsfólk verið tvístígandi með að mæla með rafrettum fyrir þennan hóp þar sem skortur hefur verið á skýrum vísbendingum sem fengnar eru úr slembirannsóknum með samanburði,“ sagði Hajek. „Núna eru líkur á að þetta muni breytast.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Rafrettur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent