Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 10:07 Isavia var ósátt við fullyrðingar Base Capital um bílastæðaverð við Leifsstöð. Fréttablaðið/Andri Marinó. Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira