Staðlausir stafir, rangfærslur Sighvats Björgvinssonar leiðréttar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 13:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin.
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar