Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. Menntamálaráðherra kynnti efni frumvarpsins í ráðuneytinu í morgun. Það felst í ríkisstyrkjum sem einkareknir fjölmiðlar geta sótt um. Styrkirnir verða í formi endurgreiðslu á allt að 25% við rekstur ritstjórnar og er þar vísað til launakostnaðar starfsmanna á ritstjórn. Hámarksfjárhæð styrks til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári en fjölmiðlar þurfa að beina umsókn til fjölmiðlanefndar sem metur hvort skilyrði fyrir styrk séu fyrir hendi. „Hér er í fyrsta sinn verið að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. Þetta eru ákveðin straumhvörf. Þessi ríkisstjórn hefur sagt að hún ætli að bæta starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla og jafna leikinn. Og við munum halda áfram á þessari vegferð. Það sem mér fannst líka brýnt er að við skyldum stíga þetta skref en alls staðar á Norðurlöndunum er verið að styrkja þetta rekstrarumhverfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla til að geta fengið endurgreiðslu eru meðal annars þær að fjölmiðill þarf að vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. Hann þarf að hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn um styrk berst til fjölmiðlanefndar. Markmiðið með fjölmiðlinum þarf að vera miðlun frétta og efnið þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning. Þá þurfa starfsmenn í fullu starfi að vera þrír að lágmarki og fjölmiðillinn má ekki vera í vanskilum við hið opinbera eða lífeyrissjóði. Þá þurfa prentmiðlar, sem sækja um styrkinn, að koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar og hljóð- og myndmiðlar þurfa að miðla nýju efni daglega til að geta fengið styrkinn. Ljóst var frá upphafi að setja þyrfti þak á kostnaðinn sem fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. Lilja segir að 50 milljóna króna þakið sé að danskri fyrirmynd. Frumvarpið er búið að fara í kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna þess verði 300-400 milljónir króna á ári. Lilja segir einhug um frumvarpið í ríkisstjórninni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. 24. janúar 2019 19:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15