Verð á kókaíni lækkað talsvert síðasta árið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2019 11:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, áætlar að um átta hundruð manns leiti hjálpar á Vogi vegna neyslu örvandi fíkniefna á ári hverju. Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum. Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira