Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2019 10:45 Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Vísir/Vilhelm Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00