Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 08:30 Tom Brady fagnar Rex Burkhead sem skoraði snertimarkið sem tryggði Patriots sigurinn. Getty/Jamie Squire New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í nótt. Það var nefnilega mjög mikil spenna í báðum leikjum og þeir enduðu báðir í framlengingu. Sigursóknirnar voru þó ólíkar því Rams-liðið vann á vallarmarki en Patriots-liðið á snertimarki. #SBLIII February 3, 2019.@Patriots vs. @RamsNFL in Atlanta! #NEvsLARpic.twitter.com/zNZGxjX34x — NFL (@NFL) January 21, 2019 Los Angeles Rams vann 26-23 sigur á New Orleans Saints í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en New England Patriots vann Kansas City Chiefs 37-31 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar Báðir sigurvegararnir voru að spila á útivelli og náðu því lakari árangri á leiktíðinni. Það er aftur á móti ekki spurt að því á úrslitastundu og taugar Patriots- og Rams-manna voru sterkari. There he goats again. #EverythingWeGotpic.twitter.com/EZtBHP0p9z — New England Patriots (@Patriots) January 21, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots eru þar með komnir í Super Bowl þriðja árið í röð og þetta verður í níunda skiptið sem fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady spilar um NFL-titilinn í stærsta íþróttakappleik hvers árs í Bandaríkjunum. Patriots er aðeins þriðja félagið í sögunni sem kemst í Super Bowl þrjú ár í röð en hin liðin eru Buffalo Bills (1991-1993) og Miami Dolphins (1971-1973). New England Patriots bætti metið sitt með því að komast í ellefta skiptið í þennan risaleik. Los Angeles Rams er komið í sinn fyrsta Super Bowl leik síðan 2002 en þá var liðið með aðsetur í St Louis. Þetta verður því fyrsti Super Bowl leikur liðs frá Los Angeles síðan 1984 þegar Los Angeles Raiders vann titilinn. Incredible moment between @JaredGoff16 and Sean McVay #LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/i4pQu7E99J — NFL (@NFL) January 20, 2019 Greg Zuerlein sends the @RamsNFL to the @SuperBowl!!!!!#LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/vJ9goPzit2 — NFL (@NFL) January 20, 2019 Sigur Los Angeles Rams var mun umdeildari því dómarar leiksins gerðu mjög stór mistök í lokin sem bitnuðu á heimamönnum í New Orleans Saints. Dómararnir höfðu fleiri en eina ástæðu til að dæma víti á einn varnarmann Rams en dæmdu ekkert. Saints-liðið fór því úr því að vera í dauðafæri til að tryggja sér sigur í framlengingu í því að missa boltann. Rams nýtti sér það, fór upp völlinn og tryggði sér sigurinn með 57 jarda vallarmarki Greg Zuerlein. Greg Zuerlein var heldur betur öflugur á lokamínútunum því hann tryggði líka liði sínu framlenginguna með 48 jarda vallarmarki 15 sekúndum fyrir leikslok. New Orleans Saints komst í 13-0 í leiknum og var líka 20-10 yfir. Hrútarnir hættu aldrei og tryggðu sér dramatískan sigur í lokin með smá hjálp frá dómurunum sem „gleyptu“ flautuna á úrslitastundu. They won the coin toss. Then the game. Every play from the OT drive that sent the @Patriots to the @SuperBowl! #SBLIII#NFLPlayoffspic.twitter.com/iyGCYeTYSx — NFL (@NFL) January 21, 2019 Hlauparinn Rex Burkhead tryggði New England Patriots 37-31 sigur á Kansas City Chiefs í framlengingu þegar hann hljóp með boltann í markið á marklínunni. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots-liðsins, hafði þá leitt enn eina frábæru sókn liðsins. Hlauparinn Sony Michel er nýliði en hann er búinn að setja met með því að skora fimm snertimörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann skoraði tvö snertimörk í gær, kom Patriots fyrst í 7-0 og svo í 24-21 í lokaleikhlutanum. Chiefs lenti 14-0 undir en hlauparinn Damien Williams kom Höfðingjunum tvisvar yfir í seinni hálfleiknum, fyrst 21-17 og svo aftur 28-24. Rex Burkhead kom Patriots yfir í 31-28 39 sekúndum fyrir leikslok með fyrra snertimarki sínu en Chiefs tryggði sér framlengingu með vallarmarki Harrison Butker. New England Patriots vanns síðan uppkastið og fékk að byrja með boltann í framlengingunni. Það nýtti hinn 41 árs gamli leikstjórnandi Tom Brady sér. Hann keyrði áfram 75 jarda sókn sem tók rétt tæpar fimm mínútur og endaði með snertimarki Rex Burkhead. Leikmönnum Chiefs tókst ekki að stoppa Patriots liðið og fengu því ekkert tækifæri til að sækja í framlengingunni því með snertimarki Burkhead var leikurinn búinn. Í framlengingu í NFL gildir að það lið vinnur sem skorar fyrst. Tom Brady is HYPED #NFLPlayoffs#EverythingWeGotpic.twitter.com/eOCrVAs2mU — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @Patriots are heading to another @SuperBowl! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/QdGkidpl5x — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @RamsNFL are headed to @SuperBowl LIII! #LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/4Y3xF7C4i4 — NFL (@NFL) January 20, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í nótt. Það var nefnilega mjög mikil spenna í báðum leikjum og þeir enduðu báðir í framlengingu. Sigursóknirnar voru þó ólíkar því Rams-liðið vann á vallarmarki en Patriots-liðið á snertimarki. #SBLIII February 3, 2019.@Patriots vs. @RamsNFL in Atlanta! #NEvsLARpic.twitter.com/zNZGxjX34x — NFL (@NFL) January 21, 2019 Los Angeles Rams vann 26-23 sigur á New Orleans Saints í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en New England Patriots vann Kansas City Chiefs 37-31 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar Báðir sigurvegararnir voru að spila á útivelli og náðu því lakari árangri á leiktíðinni. Það er aftur á móti ekki spurt að því á úrslitastundu og taugar Patriots- og Rams-manna voru sterkari. There he goats again. #EverythingWeGotpic.twitter.com/EZtBHP0p9z — New England Patriots (@Patriots) January 21, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots eru þar með komnir í Super Bowl þriðja árið í röð og þetta verður í níunda skiptið sem fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady spilar um NFL-titilinn í stærsta íþróttakappleik hvers árs í Bandaríkjunum. Patriots er aðeins þriðja félagið í sögunni sem kemst í Super Bowl þrjú ár í röð en hin liðin eru Buffalo Bills (1991-1993) og Miami Dolphins (1971-1973). New England Patriots bætti metið sitt með því að komast í ellefta skiptið í þennan risaleik. Los Angeles Rams er komið í sinn fyrsta Super Bowl leik síðan 2002 en þá var liðið með aðsetur í St Louis. Þetta verður því fyrsti Super Bowl leikur liðs frá Los Angeles síðan 1984 þegar Los Angeles Raiders vann titilinn. Incredible moment between @JaredGoff16 and Sean McVay #LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/i4pQu7E99J — NFL (@NFL) January 20, 2019 Greg Zuerlein sends the @RamsNFL to the @SuperBowl!!!!!#LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/vJ9goPzit2 — NFL (@NFL) January 20, 2019 Sigur Los Angeles Rams var mun umdeildari því dómarar leiksins gerðu mjög stór mistök í lokin sem bitnuðu á heimamönnum í New Orleans Saints. Dómararnir höfðu fleiri en eina ástæðu til að dæma víti á einn varnarmann Rams en dæmdu ekkert. Saints-liðið fór því úr því að vera í dauðafæri til að tryggja sér sigur í framlengingu í því að missa boltann. Rams nýtti sér það, fór upp völlinn og tryggði sér sigurinn með 57 jarda vallarmarki Greg Zuerlein. Greg Zuerlein var heldur betur öflugur á lokamínútunum því hann tryggði líka liði sínu framlenginguna með 48 jarda vallarmarki 15 sekúndum fyrir leikslok. New Orleans Saints komst í 13-0 í leiknum og var líka 20-10 yfir. Hrútarnir hættu aldrei og tryggðu sér dramatískan sigur í lokin með smá hjálp frá dómurunum sem „gleyptu“ flautuna á úrslitastundu. They won the coin toss. Then the game. Every play from the OT drive that sent the @Patriots to the @SuperBowl! #SBLIII#NFLPlayoffspic.twitter.com/iyGCYeTYSx — NFL (@NFL) January 21, 2019 Hlauparinn Rex Burkhead tryggði New England Patriots 37-31 sigur á Kansas City Chiefs í framlengingu þegar hann hljóp með boltann í markið á marklínunni. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots-liðsins, hafði þá leitt enn eina frábæru sókn liðsins. Hlauparinn Sony Michel er nýliði en hann er búinn að setja met með því að skora fimm snertimörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann skoraði tvö snertimörk í gær, kom Patriots fyrst í 7-0 og svo í 24-21 í lokaleikhlutanum. Chiefs lenti 14-0 undir en hlauparinn Damien Williams kom Höfðingjunum tvisvar yfir í seinni hálfleiknum, fyrst 21-17 og svo aftur 28-24. Rex Burkhead kom Patriots yfir í 31-28 39 sekúndum fyrir leikslok með fyrra snertimarki sínu en Chiefs tryggði sér framlengingu með vallarmarki Harrison Butker. New England Patriots vanns síðan uppkastið og fékk að byrja með boltann í framlengingunni. Það nýtti hinn 41 árs gamli leikstjórnandi Tom Brady sér. Hann keyrði áfram 75 jarda sókn sem tók rétt tæpar fimm mínútur og endaði með snertimarki Rex Burkhead. Leikmönnum Chiefs tókst ekki að stoppa Patriots liðið og fengu því ekkert tækifæri til að sækja í framlengingunni því með snertimarki Burkhead var leikurinn búinn. Í framlengingu í NFL gildir að það lið vinnur sem skorar fyrst. Tom Brady is HYPED #NFLPlayoffs#EverythingWeGotpic.twitter.com/eOCrVAs2mU — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @Patriots are heading to another @SuperBowl! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/QdGkidpl5x — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @RamsNFL are headed to @SuperBowl LIII! #LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/4Y3xF7C4i4 — NFL (@NFL) January 20, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira