Hátt leiguverð í Breiðholti vekur athygli Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 09:59 Leiguverð hækkaði meira en kaupverð í fyrra. FBL/GVA Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 8,3 prósent á milli áranna 2017 og 2018 á meðan kaupverð íbúða hækkaði um 5,4 prósent.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en þar segir að á tímabilinu 2011 til 2015 hafi leiguverð hækkað meira en kaupverð milli ára í þrjú skipti. Kaupverðið hefur hækkað meira en fjórum sinum. Alls hefur leiguverðið hækkað um 77,2 prósent á þessum sjö árum og kaupverðið um 95,5 prósent. Meðalhækkun kaupverðs milli ára á þessu tímabili er því 10,1 prósent og meðalhækkun leiguverðs 8,8 prósent. Markverður munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Leiguverð á hvern fermetra fyrir tveggja herbergja íbúðir er nær alls staðar töluvert hærra en á þriggja herbergja íbúðum, nema á Akureyri. Munu á leiguverði tveggja og þriggja herbergja íbúða var mestur á Suðurnesjum og á Suðurlandi, um 30 prósent en er að meðaltali um 20 prósent á öllum svæðum. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir var í Breiðholti og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Í Hagsjánni er nefnt að hátt leiguverð í Breiðholti veki athygli en sé tekið meðaltal síðustu þriggja mánaða ársins er leiguverð tveggja herbergja íbúða í Breiðholti það lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Hagfræðideild Landsbankans leggur áherslu á að um sé að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá séu einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðir. Þessar aðstæður eigi ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn. Húsnæðismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 8,3 prósent á milli áranna 2017 og 2018 á meðan kaupverð íbúða hækkaði um 5,4 prósent.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en þar segir að á tímabilinu 2011 til 2015 hafi leiguverð hækkað meira en kaupverð milli ára í þrjú skipti. Kaupverðið hefur hækkað meira en fjórum sinum. Alls hefur leiguverðið hækkað um 77,2 prósent á þessum sjö árum og kaupverðið um 95,5 prósent. Meðalhækkun kaupverðs milli ára á þessu tímabili er því 10,1 prósent og meðalhækkun leiguverðs 8,8 prósent. Markverður munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Leiguverð á hvern fermetra fyrir tveggja herbergja íbúðir er nær alls staðar töluvert hærra en á þriggja herbergja íbúðum, nema á Akureyri. Munu á leiguverði tveggja og þriggja herbergja íbúða var mestur á Suðurnesjum og á Suðurlandi, um 30 prósent en er að meðaltali um 20 prósent á öllum svæðum. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir var í Breiðholti og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Í Hagsjánni er nefnt að hátt leiguverð í Breiðholti veki athygli en sé tekið meðaltal síðustu þriggja mánaða ársins er leiguverð tveggja herbergja íbúða í Breiðholti það lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Hagfræðideild Landsbankans leggur áherslu á að um sé að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá séu einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðir. Þessar aðstæður eigi ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn.
Húsnæðismál Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira