Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:32 Lögregla stöðvaði þennan ökumann á Hringbrautinni á níunda tímanum í morgun, að því er virðist til að skafa betur af bílnum. Vísir/Stína Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08