Leti oftast ástæðan fyrir því að ökumenn skafa ekki rúður Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 20:54 Hægt er að sekta ökumenn sem skafa ekki nægilega af rúðum eða ljósum bíla sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08
Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32