Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Sveinn Arnarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti tillögur aðgerðahópsins. Fréttablaðið/Stefán Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira