Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnar hér dyr fundarherbergisins hjá sáttasemjara að loknum fundinum í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03