Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 15:20 Drífa Snædal er formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki. Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki.
Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira