Ritskoðunarkrafa og margvísleg viðbrögð við henni Gísli Gunnarsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun