Forherðing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun