Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 16:07 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira