Pure Icelandic sheep Guðrún Vilmundardóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun