Segir nýjan takt í viðræðunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Fjörutíu tillögur voru settar fram af átakshópi til að bregðast við húsnæðisvandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
„Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent