Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:47 Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15