Inga segir Miðflokksþingmenn hvorki hafa iðrast né sýnt hógværð Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 18:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56