Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 21:00 Sýningu þáttarins hefur tvisvar verið frestað, nú síðast vegna þess að hann hefði skarast við minningardag um helförina. Vísir/Ernir Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu. Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira