Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 21:26 Björgunaraðilar að störfum. EPA/PAULO FONSECA Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho. Upphaflega var gefið út að tvö hundruð væri saknað og hafa svæði nærri stíflunni verið rýmd. BBC greinir frá. Ekki hefur verið gefið út hve margir eru taldir af en óttast er að margir hafi týnt lífi. Sagði bæjarstjóri Brumadinho, Avimar de Melo, í samtali við blaðið Hoje em Dia að í það minnsta fimmtíu væri látnir. Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti landsins, hyggst heimsækja svæðið á morgun ásamt umhverfisráðherra landsins.O Ministro do Meio Ambiente também está a caminho. Todas as providências cabíveis estão sendo tomadas. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) 25 January 2019 Aur flæddi yfir nærliggjandi byggð eftir að stíflan brast og eru aðstæður á svæðinu erfiðar. De Melo segir erfitt að gefa nánari upplýsingar þar sem hlutirnir séu að þróast mjög hratt þessa stundina. Slökkviliðið á svæðinu hefur sent þrjár þyrlur á vettvang til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Stíflan er í eigu Vale, stærsta námufyrirtækis Brasilíu, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins allt kapp vera lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu. Brasilía Tengdar fréttir Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho. Upphaflega var gefið út að tvö hundruð væri saknað og hafa svæði nærri stíflunni verið rýmd. BBC greinir frá. Ekki hefur verið gefið út hve margir eru taldir af en óttast er að margir hafi týnt lífi. Sagði bæjarstjóri Brumadinho, Avimar de Melo, í samtali við blaðið Hoje em Dia að í það minnsta fimmtíu væri látnir. Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti landsins, hyggst heimsækja svæðið á morgun ásamt umhverfisráðherra landsins.O Ministro do Meio Ambiente também está a caminho. Todas as providências cabíveis estão sendo tomadas. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) 25 January 2019 Aur flæddi yfir nærliggjandi byggð eftir að stíflan brast og eru aðstæður á svæðinu erfiðar. De Melo segir erfitt að gefa nánari upplýsingar þar sem hlutirnir séu að þróast mjög hratt þessa stundina. Slökkviliðið á svæðinu hefur sent þrjár þyrlur á vettvang til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Stíflan er í eigu Vale, stærsta námufyrirtækis Brasilíu, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins allt kapp vera lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu.
Brasilía Tengdar fréttir Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15