Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 11:43 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“ Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í lok næsta mánaðar mun opna ný matvöruverslun við Hallveigarstíg, þar sem Bónus stendur nú. Nýr eigandi verslunarrekstursins segist fullviss um að neytendur verði ánægðir með verslunina, sem hann segir að verði samkeppnishæf við aðrar verslanir af sama toga. Eins og greint var frá í gær hófst rýmingarútsala á vörum Bónus við Hallveigarstíg sem nú er að loka í gær. Þar voru vörur allar vörur seldar á 30% afslætti og því margt um manninn og mikill erill í versluninni. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er nýr eigandi verslunarinnar. Hann keypti húsnæði sem hýst hefur þrjár verslanir sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Í samtali við fréttastofu upplýsti Sigurður að í húsnæðinu muni opna ný verslun undir nýju merki. „Seint í febrúar mun opna ný matvöruverslun sem verður algjörlega samkeppnishæf við það sem áður var. Ég held að neytendur og nágrannar verslunarinnar muni taka mjög vel í það.“Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Þá munu verslanir undir sama merki opna á tveimur öðrum stöðum sem nú hýsa verslanir Haga. Það eru Bónusverslanir í Skeifunni og við Smiðjuveg í Kópavogi. Aðspurður hvort að verslanirnar muni opna undir merki sem Íslendingar þekki segir Sigurður svo ekki vera. „Þetta verður nýtt merki og nýjar vörur, í bland við vörurnar sem fólk þekkir og ég er sannfærður um að neytendur muni taka þessu mjög vel. Bæði upp á nýjungar í vöruúrvali og verð.“ Sigurður hefur boðið öllum starfsmönnum fráfarandi Bónusverslunar við Hallveigarstíg starf í nýju versluninni. Hann segir meirihluta þeirra þegar hafa þegið það boð. „Ég hef boðið öllu starfsfólki vinnu. Eins og staðan er núna hafa um það bil tveir þriðju þegið það og það eru einhverjir fleiri sem eru að hugsa sig um eða hafa lýst yfir áhuga um að fá starf í versluninni.“
Neytendur Tengdar fréttir Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00