Málum skilríkjalausra fjölgar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 13:16 Skilríkjamálum á borði flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur snarfjölgað. vísir/ernir Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira