Einn ofurölvi í Kolaportinu og annar með hafnaboltakylfu á barnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 07:34 Það var nóg að gera hjá lögreglu í miðborginni í nótt. Vísir/vilhelm Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið. Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið.
Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira