Dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira