Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 16:56 Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira