Stafrænt framhaldslíf íslenskunnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun