Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:00 Liðsmynd Íslands í opinberu tímariti heimsemeistaramótsins í handbolta. vísir/tom Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51
Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00