Pólitíska María Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun