Pólitíska María Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar