Guðmundur: Ekki hægt að treysta bara á einn mann Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson er ekki mjög hrifinn af því að tapa. vísir/sigurður már Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02
Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30