Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 23:53 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32