Aron: Getur rétt ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 20:04 Aron Pálmarsson var svekktur í leikslok. vísir/epa Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Ísland tapaði, 30-24, fyrir Spáni í öðrum leik liðsins á HM 2019 í handbolta en spænska liðið leiddi nær allan leikinn og stýrði honum frá upphafi. Spánverjar spiluðu ekki skemmtilegan handbolta. Þeir spiluðu hægt og fengu langar sóknir, voru svolítið að henda sér niður og beittu öllum brögðunum í bókinni „Var ekki leiðinlegt að horfa á þetta? Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að spila á móti þessu,“ sagði sársvektur Aron Pálmarsson við Vísi eftir leik. „Fyrsta sóknin þeirra var tvær mínútur en þeir eru klókir og gera þetta vel. Ef þetta er línan hjá dómurunum í dag finnst mér verið að gera handboltann leiðinlegri. Þeir henda sér niður og reyna að fiska okkur út af.“ Dómararnir voru ekki að gera íslenska liðinu neina greiða í leiknum en miðjublokkin var komin með átta mínútur út af eftir korter. „Ég er ekki að biðja um neitt fyrir okkur. Mér fannst ekkert að þeir áttu að fá fleiri tvær mínútur en það var verið að reka okkur út af fyrir fyrir að brjóta í venjulegum fríköstum. Það er er bara mjög erfitt að spila einum færri á móti liði eins og Spáni,“ segir Aron og tekur undir að leikplanið er helvíti fljótt að fara út um gluggann í svona stöðu. „Þú getur rétt ímyndað þér. Við treystum á að við erum að vinna einn á einn baráttuna. Þeir eru ekki jafnfljótir og Króatarnir. Ég taldi okkur vera að gera þetta ágætlega þangað til á annarri mínútu þegar að við erum reknir strax út af og svo var það gegnum gangandi allan leikinn. Stundum vorum við á grensunni vissulega en það verður að leyfa smá hörku í handbolta.“ Ísland skoraði 25 mörk í leiknum og fór með nokkur dauðafæri í seinni hálfleik. „Ég var þannig séð sáttur með sóknarleikinn. Þegar að við stilltum upp í sókn vorum að skora og mér fannst við fá góðar opnanir. Spánverjar spila þannig að þeir gefa aðeins og falla aftur. Þá koma líka tæknifeilar hjá okkur en mér fannst við leysa þetta ágætlega,“ segir Aron. „Svo tapar maður einum bolta einum færri, enginn í marki, það er kastað yfir völlinn og mark. Þeir eru þetta góðir og hver mistök eru dýr á móti svona liði. Þeir unnu þetta þannig séð sannfærandi. Þeim líður líka best svona í bílstjórasætinu og við að elta. Þeir unnu þetta verðskuldað en maður er helvíti fúll,“ segir Aron Pálmarsson.Klippa: Aron: Getur ímyndað þér hvað er leiðinlegt að spila á móti þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30 Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03 Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Leik lokið: Spánn - Ísland 32-25 | Annað erfitt tap en ungir menn með góðar innkomur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 32-25, fyrir Evrópumeisturum Spánverja í öðrum leik sínum á HM í Þýskalandi og Danmörku. 13. janúar 2019 19:30
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Guðmundur: Merkingalaust þvaður Guðmundur var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld sem og nýjar reglur hvað varðar leiktöf. 13. janúar 2019 20:03
Björgvin Páll: Spiluðu leiðinlegan handbolta sem er það besta sem þú getur gert í svona stöðu Björgvin Páll Gústavsson byrjaði á bekknum í kvöld en átti fínan endasprett. 13. janúar 2019 19:51
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn