Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 06:15 Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira