Innlent

Moka jarðvegi yfir eldinn á Álfsnesi

Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Frá vettvangi í Álfsnesi.
Frá vettvangi í Álfsnesi. vísir/vilhelm
Töluverður eldur logar enn á urðunarstaðnum á Álfsnesi en eldurinn blossaði upp í morgun eftir að hann hafði kraumað í dekkjakurli um helgina. Eldurinn logar ofan í gryfju fyrir rusl á urðunarstaðnum og er þar töluverður eldmatur vegna dekkjakurlsins.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er eldurinn ekki að aukast en þó nokkur vinna er framundan við að moka jarðvegi yfir eldinn. Verið sé að bæta tækjum við til að halda áfram að moka yfir og er búist við að slökkvistarf haldi áfram eitthvað fram eftir degi.

„Við fórum í þetta á milli fimm og sex í morgun og vindáttin var nú þannig þegar þeir komu að þeir áttu erfitt með að komast að þessu, en það er betra núna,“ sagði Bernódus Sveinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi fyrr í morgun er hann var staddur á vettvangi.

Alls eru níu slökkviliðsmenn á vettvangi frá tveimur stöðvum ásamt verktökum til að reyna að ráða niðurlögum eldsins en mikinn reyk leggur frá staðnum.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:04.



Töluverður eldur logar á staðnum.vísir/vilhelm
Eldurinn logar ofan í gryfju á urðunarstaðnum.vísir/vilhelm
Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við slökkvistarfið.vísir/vilhelm
Alls níu slökkviliðsmenn eru á staðnum ásamt verktökum til að reyna að ráða að niðurlögum eldsins.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×