Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 16:37 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09
Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26
Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27
Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn