Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 08:00 Ríkisendurskoðun hefur stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið/ERNIR Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem taka mun til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. Ríkisendurskoðandi segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ráðist sé í slíka úttekt. Ekki fæst uppgefið hvert tilefni úttektarinnar er, eða staða, en Ríkisendurskoðun kannar almennt í slíkum úttektum meðferð og nýtingu almannafjár og bendir á leiðir til að úrbóta. Útvarpsstjóri telur úttektina tímabæra. „Ýmsar ástæður eru fyrir því að Ríkisendurskoðun kanni fjárhagsstöðu, hagkvæmni og skilvirkni embætta umfram það sem hefðbundin fjárhagsendurskoðun leiðir í ljós,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi í skriflegu en almennu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu átti Ríkisendurskoðun frumkvæði að umræddri stjórnsýsluúttek sem taka mun, sem fyrr segir, til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs. „Ráðuneytið hefur verið upplýst um fyrirhugaða stjórnsýsluúttekt en er ekki beinn aðili að málinu,“ segir í svari ráðuneytisins.Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Fréttablaðið/Anton Brink Skúli Eggert segir að ekki séu veittar upplýsingar um einstaka athuganir eða úttektir fyrr en endurskoðun eða stjórnsýsluúttekt er lokið. Skýrslur fari fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umræðu og síðan á vef stofnunarinnar þar sem þær verða öllum aðgengilegar. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda getur Ríkisendurskoðun gert stjórnsýsluúttektir hjá öllum þeim aðilum sem fjármagna starfsemi sína með ríkisfé, ríkið á að hálfu eða meira eða njóta framlaga úr ríkissjóði vegna þjónustu sem þeir veita. Nokkur hluti úttektanna er jafnan saminn að beiðni Alþingis, einstakra ráðuneyta eða ríkisstofnana en aðrar eru unnar að frumkvæði Ríkisendurskoðunar eins og nú er raunin með RÚV. Þegar Ríkisendurskoðun á frumkvæðið eru viðfangsefnin meðal annars valin út frá fjárhagslegu umfangi þeirra, áhættumati, svigrúmi til úrbóta og fyrri úttektum stofnunarinnar. Eftir því sem næst verður komist fór síðasta stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu fram fyrir 24 árum, árið 1995, þá að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Þar áður var slík úttekt gerð árið 1988. Útvarpsstjóri segir eðlilegt að ráðist sé í úttektina nú. Úttektir sem þessar séu eitt af hlutverkum Ríkisendurskoðunar en engin slík hafi farið fram síðan RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Eðlilegt sé að taka stöðuna. „Þessi tímapunktur er að mörgu leyti ágætur, rúm tíu ár eru liðin frá ohf-væðingu og RÚV hefur verið rekið hallalaust frá árinu 2014,“ segir Magnús. „Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun ársreikninga RÚV en það er auðvitað hið besta mál að fá dýpri greiningu á tilteknum fjárhagslegum atriðum frá ohf-væðingu og við munum að sjálfsögðu aðstoða við verkið eins og óskað er eftir.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Sjá meira