Vísir var með beina lýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í handbolta frá liðshótelinu í München en hann hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sat fundinn ásamt þremur leikmönnum en farið verður yfir síðustu leiki og verkefnin fram undan á móti Japan og Makedóníu.
Ísland þarf að öllum líkindum að vinna tvo síðustu leikina til að komast í milliriðilinn í Köln en þangað fer liðið líklega stigalaust. Fyrst þarf þó að vinna þessa tvo leiki.
Hér að neðan má sjátextalýsingu blaðamanns Vísis frá blaðamannafundinum.
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München
