Bein tenging á milli umferðarhraða og alvarleika slysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 11:30 Það stórminnkar alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. vísir/vilhelm Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16