Framkvæmdastjóri SA segir viðræður ganga vel við félög sem ekki vísuðu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2019 13:13 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15
VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45