Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 14:15 Arnar Freyr Arnarsson á mikið inni í sóknarleiknum að eigin sögn. vísir/getty Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30