Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2019 19:00 Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan. Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels