Átta ár síðan strákarnir okkar voru skíthræddir við japanska liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2019 12:00 Guðmundur á hliðarlínunni á HM 2011. vísir/getty Á morgun eru nákvæmlega átta ár liðin frá eftirminnilegum leik gegn Japan á HM árið 2011. Óttinn við lið Japan fyrir þann leik var mikill en reyndist óþarfur er á hólminn var komið. Japan mætti með skemmtilegt lið til Svíþjóðar. Miklir loftfimleikamenn sem sendu boltann vængja á milli í loftinu. Mjög skemmtilegt á að horfa. Japan kom Noregi á óvart og stóð í þeim lengi vel. Á endanum höfðu Norðmenn sex marka sigur, 35-29. Í næsta leik fóru Japanir á kostum og unnu glæsilegan þriggja marka sigur, 33-30, á Austurríki sem var með mjög frambærilegt lið á þeim tíma. Staðan í hálfleik var 18-11 fyrir Japan. Liðið lék á als oddi og það var ótrúlegt í raun og veru að fylgjast með flottu liði Austurríkis standa ráðþrota fyrir framan japönsku sóknina.Óli Stef var tæpur en undirbúningurinn frábær. Guðmundur var vissulega með réttu svörin.Guðjón Valur Sigurðsson sagðist hafa talað við félaga sinn í austurríska liðinu eftir leikinn og sá sagðist hafa haft það á tilfinningunni allan leikinn að þeir væru manni færri. Svo fljótir voru Japanarnir. Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari þá líkt og núna. Venju samkvæmt tók hann verkefnið mjög alvarlega og fagnaði því sérstaklega að fá aukadag til þess að undirbúa sig fyrir leikinn. Þjálfarinn sagði menn vera meðvitaða um hversu strembið verkefnið væri og að undirbúningur yrði eins góður og mögulegt væri. Kunnuglegt stef hjá þjálfaranum vandvirka. Undirbúningurinn skilaði heldur betur sínu því Gummi og strákarnir voru svo sannarlega með öll svörin. Svarið gegn sókn Japana var að stíga út úr vörninni. Þá vissu Japanir ekkert hvað átti að gera. Þetta var ekkert svo flókið eftir allt saman.Strákarnir keyrðu yfir Japani sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð.Eftir fimmtán mínútna leik var staðan 15-2 fyrir Ísland og leik í raun lokið. Strákarnir stálu öllum boltum og keyrðu hraðaupphlaup miskunnarlaust í andlit Japananna. Lokatölur 36-22 og 22-8 í hálfleik. Verkefnið var tekið mjög alvarlega allan tímann og slíkt hið sama verður örugglega upp á teningnum á eftir. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson eru einu leikmennirnir á HM núna sem spiluðu þann leik. Aron skoraði eitt mark en Bjöggi varði 10 skot og var með 56 prósent markvörslu. Vonandi verða þeir í stuði á eftir. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Á morgun eru nákvæmlega átta ár liðin frá eftirminnilegum leik gegn Japan á HM árið 2011. Óttinn við lið Japan fyrir þann leik var mikill en reyndist óþarfur er á hólminn var komið. Japan mætti með skemmtilegt lið til Svíþjóðar. Miklir loftfimleikamenn sem sendu boltann vængja á milli í loftinu. Mjög skemmtilegt á að horfa. Japan kom Noregi á óvart og stóð í þeim lengi vel. Á endanum höfðu Norðmenn sex marka sigur, 35-29. Í næsta leik fóru Japanir á kostum og unnu glæsilegan þriggja marka sigur, 33-30, á Austurríki sem var með mjög frambærilegt lið á þeim tíma. Staðan í hálfleik var 18-11 fyrir Japan. Liðið lék á als oddi og það var ótrúlegt í raun og veru að fylgjast með flottu liði Austurríkis standa ráðþrota fyrir framan japönsku sóknina.Óli Stef var tæpur en undirbúningurinn frábær. Guðmundur var vissulega með réttu svörin.Guðjón Valur Sigurðsson sagðist hafa talað við félaga sinn í austurríska liðinu eftir leikinn og sá sagðist hafa haft það á tilfinningunni allan leikinn að þeir væru manni færri. Svo fljótir voru Japanarnir. Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari þá líkt og núna. Venju samkvæmt tók hann verkefnið mjög alvarlega og fagnaði því sérstaklega að fá aukadag til þess að undirbúa sig fyrir leikinn. Þjálfarinn sagði menn vera meðvitaða um hversu strembið verkefnið væri og að undirbúningur yrði eins góður og mögulegt væri. Kunnuglegt stef hjá þjálfaranum vandvirka. Undirbúningurinn skilaði heldur betur sínu því Gummi og strákarnir voru svo sannarlega með öll svörin. Svarið gegn sókn Japana var að stíga út úr vörninni. Þá vissu Japanir ekkert hvað átti að gera. Þetta var ekkert svo flókið eftir allt saman.Strákarnir keyrðu yfir Japani sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð.Eftir fimmtán mínútna leik var staðan 15-2 fyrir Ísland og leik í raun lokið. Strákarnir stálu öllum boltum og keyrðu hraðaupphlaup miskunnarlaust í andlit Japananna. Lokatölur 36-22 og 22-8 í hálfleik. Verkefnið var tekið mjög alvarlega allan tímann og slíkt hið sama verður örugglega upp á teningnum á eftir. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson eru einu leikmennirnir á HM núna sem spiluðu þann leik. Aron skoraði eitt mark en Bjöggi varði 10 skot og var með 56 prósent markvörslu. Vonandi verða þeir í stuði á eftir.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00 Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. 16. janúar 2019 11:00
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30