Allt rafrænt yfir milljón? Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:22 Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun