May stóð af sér vantrauststillögu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 19:15 Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54