Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2019 20:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda