Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 11:22 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira