Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 11:22 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum
Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira