Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning rúmlega 22 landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hélst nær óbreytt frá síðustu mælingu sem lauk 11. desember.
Samfylkingin mælist með 15% fylgi, sem er minnkun um tæp tvö prósentustig. Fylgi Pírata minnkar um hálft prósent og er tæp 14%, fylgi Framsóknar minnkar lítið eitt og er tæp 12%, Þá minnkaði fylgi Vinstri grænna um rúmlega eitt og hálft prósentustig og er nú rúmlega 11%. Fylgi Viðreisnar minnkar lítillega og er tæp 8%, Miðflokkurinn jók lítillega við sig og hefur 7% fylgi og fylgi Flokks fólksins jókst um tvö og hálft prósentustig og er 6,7%.
Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41% segjast styðja ríkisstjórnina.
Fylgi Pírata mældist nú 13,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,7% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,3% og mældist 12,9% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokks mældist nú 6,9% og mældist 5,9% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,7% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 4,6% samanlagt.
Uppfært klukkan 15:10. Í fyrri tilkynningu frá MMR var sagt að fylgi VG hefði minnkað um 2,5 prósentustig. Það hefur verið leiðrétt.
Litlar breytingar á fylgi flokka
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
