Króatar unnu Spán │Danir fara með fullt hús í milliriðil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. janúar 2019 21:12 Danir hafa unnið alla leiki sína í mótinu vísir/getty Danir fara með fullt hús stiga inn í milliriðil á HM í handbolta eftir sigur á Noregi í toppslag C-riðils. Heimamenn í danska landsliðinu byrjuðu leikinn betur og komust í 4-1. Norðmenn vöknuðu þá aðeins til lífsins en náðu þó ekki að jafna leikinn. Í stöðunni 12-11 þegar það voru sjö mínútur eftir af fyrri hálfleik skoruðu Danir fjögur mörk í röð og komu sér í fimm marka forystu. Goran Johannessen lagaði stöðuna aðeins fyrir Norðmenn en staðan var 17-14 í hálfleik. Mikkel Hansen átti hreint ótrúlegar tíu mínútur snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði sex mörk, þar af þrjú í röð án þess að Norðmenn kæmu orði inn á milli, og kom Dönum í níu marka forystu 25-16. Norðmenn svöruðu þeim kafla þó vel og fóru á 7-1 kafla, staðan orðin 26-23 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þeir náðu þó ekki að koma sér nógu nálægt til þess að ógna sigri Dana að ráði, lokatölur 30-26 og Danir vinna riðilinn án þess að tapa leik. Króatar unnu toppslaginn við Spánverja í riðli okkar Íslendinga og fara því einnig taplausir inn í milliriðil. Spánverjar komust yfir í upphafi og voru yfir fyrstu mínúturnar en Króatar jöfnuðu eftir um tíu mínútur og komust svo yfir. Þeir skoruðu fimm mörk í röð undir lok hálfleiksins og komu sér í 7-12 þegar örfáar mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna, munurinn bara þrjú mörk, 10-13, þegar flautað var til hálfleiks. Liðin skiptust á að skora í seinni hálflik og það var ekki fyrr en á 45. mínútu að Króatar náðu að setja tvö mörk í röð. Spánverjar svöruðu því hins vegar með tveimur mörkum í röð og munurinn áfram tvö mörk, 18-20. Króatar kláruðu leikinn hins vegar á 3-1 kafla, lokatölur 19-23. Svíar unnu Ungverja í D-riðli og í A-riðli rétt mörðu Frakkar 23-22 sigur á Rússum. Riðlakeppninni er því lokið og ljóst hvaða lið fara í milliriðla. Í milliriðil 1 fara úr A-riðli Frakkland, Þýskaland og Brasilía og úr B-riðli Króatía, Spánn og Ísland. Í milliriðil 2 fara úr C-riðli Danmörk, Noregur og Túnis og úr D-riðli Svíþjóð, Ungverjaland og Egyptaland. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Danir fara með fullt hús stiga inn í milliriðil á HM í handbolta eftir sigur á Noregi í toppslag C-riðils. Heimamenn í danska landsliðinu byrjuðu leikinn betur og komust í 4-1. Norðmenn vöknuðu þá aðeins til lífsins en náðu þó ekki að jafna leikinn. Í stöðunni 12-11 þegar það voru sjö mínútur eftir af fyrri hálfleik skoruðu Danir fjögur mörk í röð og komu sér í fimm marka forystu. Goran Johannessen lagaði stöðuna aðeins fyrir Norðmenn en staðan var 17-14 í hálfleik. Mikkel Hansen átti hreint ótrúlegar tíu mínútur snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði sex mörk, þar af þrjú í röð án þess að Norðmenn kæmu orði inn á milli, og kom Dönum í níu marka forystu 25-16. Norðmenn svöruðu þeim kafla þó vel og fóru á 7-1 kafla, staðan orðin 26-23 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þeir náðu þó ekki að koma sér nógu nálægt til þess að ógna sigri Dana að ráði, lokatölur 30-26 og Danir vinna riðilinn án þess að tapa leik. Króatar unnu toppslaginn við Spánverja í riðli okkar Íslendinga og fara því einnig taplausir inn í milliriðil. Spánverjar komust yfir í upphafi og voru yfir fyrstu mínúturnar en Króatar jöfnuðu eftir um tíu mínútur og komust svo yfir. Þeir skoruðu fimm mörk í röð undir lok hálfleiksins og komu sér í 7-12 þegar örfáar mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna, munurinn bara þrjú mörk, 10-13, þegar flautað var til hálfleiks. Liðin skiptust á að skora í seinni hálflik og það var ekki fyrr en á 45. mínútu að Króatar náðu að setja tvö mörk í röð. Spánverjar svöruðu því hins vegar með tveimur mörkum í röð og munurinn áfram tvö mörk, 18-20. Króatar kláruðu leikinn hins vegar á 3-1 kafla, lokatölur 19-23. Svíar unnu Ungverja í D-riðli og í A-riðli rétt mörðu Frakkar 23-22 sigur á Rússum. Riðlakeppninni er því lokið og ljóst hvaða lið fara í milliriðla. Í milliriðil 1 fara úr A-riðli Frakkland, Þýskaland og Brasilía og úr B-riðli Króatía, Spánn og Ísland. Í milliriðil 2 fara úr C-riðli Danmörk, Noregur og Túnis og úr D-riðli Svíþjóð, Ungverjaland og Egyptaland.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira